Kosið til Alþingis 25. september

Þing verður rofið 25. september 2021 og almennar kosningar til …
Þing verður rofið 25. september 2021 og almennar kosningar til Alþingis fara fram sama dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kosið verður til Alþingis laugardaginn 25. september 2021. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins.

Þar er vitnað í forsetabréf stílað á daginn í dag um þingrof og almennar kosningar til Alþingis.

Þing verði rofið 25. september 2021 og almennar kosningar til Alþingis fari fram sama dag.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði fyrir rúmu ári til að kosningarnar færu fram þennan dag. Nú hefur það verið staðfest.

Í viðtali við mbl.is í fyrra sagði Katrín að um nokkurs konar málamiðlun væri að ræða en fulltrúar stjórnarandstöðunnar kölluðu eftir að kosið yrði að vori á þessu ári. Yfirstandandi kjörtímabili lýkur ekki fyrr en 23. október og því ljóst að það er tæpum mánuði styttra en það hefði þurft að vera.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert