Spá lækkun verðbólgu

Hagsjá Landsbankans segir húsnæðisverð einn stærsta óvissuþáttinn þegar spá á …
Hagsjá Landsbankans segir húsnæðisverð einn stærsta óvissuþáttinn þegar spá á fyrir um verðbólguþróun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hagsjá Landsbankans spáir því að verðbólga lækki úr 4,3% niður í 4,2% í ágúst. Aðalforsenda þeirrar smávægilegu lækkunnar er sú að húsnæðisverð er talið munu hækka minna í næsta mánuði en verið hefur. Þannig er því spáð að húsnæðisverð hækki um 0,7% milli mánaða, sem er minna en verið hefur á undanförnum mánuðum.

Hagfræðideild Landsbankans spáir þá 0,36% hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) í næsta mánuði, en Hagstofa Íslands mun tilkynna um væntanlega hækkun um mánaðamót.

Í Hagsjá Landsbankans segir að fyrst og fremst séu tveir liðir sem ýta hækkuninni meira upp en undanfarna mánuði, en hækkunin var 0,26% í júli, og eru það föt og skór annars vegar og húsnæðisverð hins vegar.

Útsölur síðasta mánaðar hækka verð í næsta mánuði

Áhrif sumarútsölu á fatnaði og skóm í júlí mun að mestu leyti ganga til baka í ágúst og því er gert ráð fyrir að verð í þessum flokki muni hækka.

Enn fremur segir í Hagsjánni að húsnæðisverð sé einn stærsti óvissuþátturinn í verðbólguþróun næstu mánaða.

Þær miklu hækkanir sem urðu á húsnæði í vor komu flestum spáaðilum í opna skjöldu og höfðu þær töluverð áhrif á verðbólgu, segir í Hagsjá Landsbankans.

Verðhækkanir síðustu mánaða hafa hins vegar mun minni og í takti við sögulegt meðaltal og því er gert ráð fyrir áframhaldandi stöðugum verðhækkunum. Verði hækkanirnar hins vegar meiri má gera ráð fyrir öðrum verðbólgutölum en Landsbankinn spáir nú og jafnvel aukningu verðbólgu í stað verðhjöðnunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert