Engin tilkynning borist um lömun fyrir neðan mitti

Lyfjastofnun hefur ekki borist tilkynning þess efnis að einstaklingur hafi …
Lyfjastofnun hefur ekki borist tilkynning þess efnis að einstaklingur hafi lamast fyrir neðan mitti í kjölfar þess að hafa fengið örvunarskammt af Moderna bóluefninu. Ljósmynd/Lyfjastofnun

Lyfja­stofn­un hef­ur ekki fengið neina til­kynn­ingu um að ein­stak­ling­ur hafi lam­ast fyr­ir neðan mitti í kjöl­far þess að hafa fengið örvun­ar­skammt af bólu­efni Moderna gegn Covid-19.

Þetta staðfest­ir Rúna Hauks­dótt­ir Hvann­berg, for­stjóri Lyfja­stofn­un­ar, í sam­tali við mbl.is.

Til­kynn­ing­in gæti átt eft­ir að ber­ast.

Mynd­skeið er nú í dreif­ingu á sam­fé­lags­miðlum þar sem ung kona lýs­ir því yfir að hafa lam­ast tíma­bundið fyr­ir neðan mitti í kjöl­far þess að hafa fengið örvun­ar­skammt af Moderna-bólu­efn­inu. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Land­spít­al­an­um ber heil­brigðis­starfs­fólki að til­kynna Lyfja­stofn­un ef grun­ur leik­ur á um al­var­leg­ar auka­verk­an­ir vegna bólu­setn­inga. 

Í skrif­legu svari Land­spít­al­ans kem­ur einnig fram að stofn­un­in geti ekki sagt af eða á um þetta til­tekna mál. 

Vitað um marg­ar auka­verk­an­ir

Rúna seg­ist ekki meðvituð um nein til­felli á Íslandi þar sem ein­stak­ling­ur hafi lam­ast vegna bólu­setn­ing­ar Moderna. Hún tek­ur þó fram að ekki hafi marg­ir á Íslandi verið bólu­sett­ir með því bólu­efni.

Til­tek­ur hún einnig að vitað sé af 2.700 mögu­leg­um auka­verk­un­um vegna bólu­efn­is Moderna og þar af séu 169 al­var­leg­ar.

Örvun­ar­skammt­ar á dag­skrá

Í síðustu viku var starfs­fólki skóla boðinn örvun­ar­skammt­ur og í vik­unni sem er að hefjast á að gefa þeim sem hafa verið bólu­sett­ir með Jans­sen fyr­ir a.m.k. 28 dög­um örvun­ar­skammt af Pfizer-bólu­efn­inu. Þeir sem eru þó með mót­efni eft­ir Covid-19-sýk­ingu og Jans­sen-bólu­efni þurfa ekki Pfizer-örvun­ar­skammt.

Er stefnt að því að búið verði að end­ur­bólu­setja Jans­sen-þega og gefa viðkvæm­um hóp­um, öldruðum og ónæm­is­bæld­um þriðja skammt­inn af bólu­efni fyr­ir lok sept­em­ber­mánaðar.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert