Skjálfti norðvestur af Grindavík

Frá virkjuninni við Svartsengi.
Frá virkjuninni við Svartsengi. mbl.is/Sigurður Bogi

Jarðskjálfti reið yfir skammt norðvestur af Grindavík upp úr klukkan þrjú í dag.

Skjálftinn, sem mældist 2,8 að stærð, varð undir Skipsstígshrauni eða um þrjá kílómetra suðvestur af Bláa lóninu og Svartsengi.

Nokkrir smærri skjálftar hafa fylgt í kjölfarið, samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar, allir þó undir einum að stærð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert