Hamfarahlýnun stærsta ógn barna og ungmenna

UNICEF

Unicef gaf í dag út skýrslu um lofts­lags­mál þar sem kynnt var í fyrsta sinn sér­stak­ur barnamiðaður lofts­lags­áhættustuðull.

Þar kem­ur fram að nán­ast hvert ein­asta barn í heim­in­um verður nú fyr­ir að minnsta kosti einu áfalli af völd­um ham­fara­hlýn­un­ar. 1 millj­arður barna í 33 ríkj­um í efstu sæt­um list­ans eru í mjög mik­illi hættu. Ísland er í neðsta sæti list­ans þar sem áhætt­an er tal­in lít­il og al­mennt gott aðgengi að nauðsyn­legri þjón­ustu.

Börn beri mest­an skaða af hækk­andi hita­stigi

Í skýrslu Unicef kem­ur fram að ham­fara­hlýn­un grafi und­an rétt­ind­um barna á hverj­um ein­asta degi. Nán­ast hvert ein­asta barn í heim­in­um verður nú fyr­ir að minnsta kosti einu áfalli af völd­um ham­fara­hlýn­un­ar, loft­meng­un, hita­bylgj­ur, vatns­skort­ur, gróðureld­ar, flóð og ofsa­veður setja börn um all­an heim í mikla hættu. 

UNICEF

Um það bil 1 millj­arður barna, næst­um helm­ing­ur allra barna í heim­in­um, er mjög ber­skjaldaður vegna ham­fara­hlýn­un­ar sem ógn­ar heilsu þeirra, mennt­un og ör­yggi.

Í efstu sæt­um list­ans eru 33 lönd sem flokk­ast und­ir „mjög mikla hættu“ og búa þar um 1 millj­arður barna. Þetta eru til að mynda börn í Miðafr­íku­lýðveld­inu, Tsjad, Af­gan­ist­an, Bangla­dess, Jemen, Haítí og Níg­er­íu. Þessi börn standa frammi fyr­ir ban­vænni blöndu af marg­vís­leg­um áföll­um og miklu varn­ar­leysi vegna skorts á hreinu vatni og hrein­lætisaðstöðu, heilsu­gæslu og mennt­un, að því er seg­ir í skýrsl­unni. 

Niður­stöður skýrsl­unn­ar end­ur­spegla fjölda þeirra barna sem eru í hættu í dag en sú tala mun að öll­um lík­ind­um hækka eft­ir því sem áhrif ham­fara­hlýn­un­ar verða meiri. Ísland er í neðsta sæti list­ans þar sem áhætt­an er tal­in lít­il og al­mennt gott aðgengi að nauðsyn­legri þjón­ustu.

UNICEF

Senda ákall til rík­is­stjórna heims­ins

Í þrjú ár hafa börn og ung­menni um all­an heim staðið upp og kraf­ist aðgerða með viku­leg­um lofts­lags­verk­föll­um með sam­tök­um ungra um­hverf­issinna sem kalla sig Fri­days for Fut­ure, sprott­in upp frá lofts­lags­verk­falli Gretu Thun­berg frá Svíþjóð.

Í til­kynn­ingu seg­ir að með skýrsl­unni styður Unicef ákall Fri­days for Fut­ure um aðgerðir og hvet­ur stjórn­völd og fyr­ir­tæki að hlusta á börn, for­gangsraða aðgerðum sem vernda þau gegn áföll­um og draga veru­lega úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda.

Með skýrsl­unni send­ir Unicef einnig ákall til stjórn­valda heims­ins að auka fjár­fest­ingu til lofts­lagsaðgerða, draga úr los­un gróður­húsaloft­teg­unda, veita börn­um fræðslu um lofts­lags­mál og tryggja sjálf­bæra og jafna upp­bygg­ingu eft­ir Covid-19 svo að hæfni kom­andi kyn­slóða til að tak­ast á við og bregðast við ham­fara­hlýn­un verði ekki skert.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka