Þing ASÍ frestast aftur

Frá fyrra ASÍ þingi.
Frá fyrra ASÍ þingi. mbl.is/Árni Sæberg

Þing Alþýðusambands Íslands (ASÍ) 2021 hefur verið aflýst vegna samkomutakmarkana og fjölda smita í samfélaginu. Miðstjórn Alþýðusambands Íslands tók ákvörðun um þetta á fundi sínum á fimmtudag.

Þing ASÍ var sett í 44. sinn þann 21. október síðastliðinn en vegna samkomutakmarkana þá var málefnastarfi þingsins frestað þar til á fyrirhuguðu framhaldsþingi. Það þing átti að halda 8.-9. september næstkomandi, en eins og fyrr segir hefur því nú verið frestað. 

Þinginu frá því október á síðasta ári er því nú formlega slitið. 

Í tilkynningu frá ASÍ segir þó að fyrirhugaðar pallborðsumræður með frambjóðendum stjórnmálaflokka í komandi kosningum, sem áttu að fara fram á þinginu, verða haldnar 9. september. Það verði þó auglýst sérstaklega síðar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert