Tilkynnt var um umferðaróhapp til lögreglu um klukkan hálfþrjú í Hafnarfirði í dag að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Þar segir að tjónvaldur hafi stungið af frá vettvangi en skömmu símar hafi annarri bifreið verið ekið á bílinn sem varð fyrir tjóninu.
Þá segir í dagbókinni að skútu hafi hvolft í Hafnarfjarðarhöfn laust fyrir hádegi. Skútan hafi þó verið komin í land þegar lögreglu bar að og engin slys orðið á fólki.
Nokkrar tilkynningar voru um þjófnað, eignaspjöll og innbrot frá klukkan fimm í morgun til fimm síðdegis hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.