Ekki hrifinn af hugmyndum um afnám sóttkvíar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir seg­ir að þeir sem stingi upp á því að sótt­kví verði af­num­in, hvort held­ur sem er fyr­ir full­bólu­setta eða óbólu­setta, skilji ef til vill ekki þann til­gang sem sótt­kví þjón­ar. 

Hann seg­ir að sótt­kví, ein­angr­un og smitrakn­ing séu horn­steinn sótt­varna í bar­átt­unni við kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn. Af­nám sótt­kví­ar seg­ir Þórólf­ur að jafn­gildi því að leyfa far­aldr­in­um að ganga laus­um. 

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra hef­ur talað fyr­ir því að sótt­kví bólu­settra og barna verði af­num­in og seg­ir hún að það yrði að for­dæmi ná­grannaþjóða okk­ar. 

„Sótt­kví er beitt til dæm­is á öll­um hinum Norður­lönd­un­um. Það er mik­ill mis­skiln­ing­ur ef menn halda því fram að það sé ekki,“ seg­ir Þórólf­ur við mbl.is.

„Útfærsl­an er þó mis­mun­andi, sér­stak­lega með til­liti til barna í skól­um. Öll börn fara til dæm­is í sótt­kví á Norður­lönd­un­um sem eru út­sett heima, þá fyr­ir utan skóla­kerfið og ef út­setn­ing­in er mik­il. Þannig að það er mik­il ein­föld­un að halda það að við get­um bara hætt við sótt­kvína, þá erum við raun­veru­lega bara að segja að við ætl­um að hætta að eiga við þenn­an far­ald­ur og láta hann bara ganga laus­an,“ bæt­ir hann við.

Reynsl­an segi sína sögu

Það seg­ir Þórólf­ur að myndi fljótt skila sér í fjölg­un til­fella með til­heyr­andi vanda­mál­um fyr­ir Land­spít­al­ann. Þórólf­ur minn­ir á að öll­um aðgerðum inn­an­lands var hætt, að und­an­skil­inni smitrakn­ingu mánaðamót­in júní/​júlí. 

„Það tók far­ald­ur­inn ekki nema tvær vik­ur að rjúka upp,“ seg­ir hann. 

„Hraðar en nokkru sinni fyrr.“

Þórólf­ur seg­ir því að það verði að skoða reynslu frá því fyrr í far­aldr­in­um, hvað gerst hafi þegar ráðist hef­ur verið í viðamikl­ar aflétt­ing­ar. 

Þó seg­ir hann einnig að í ljósi þeirr­ar sömu reynslu sé margt sem sé hægt að út­færa öðru­vísi en áður. Nefn­ir hann í því sam­bandi að nýj­ar regl­ur hafi þegar tekið gildi um sótt­kví vegna smita á vinnu­stöðum og í skól­um. Svo sé vænt­an­leg á morg­un ný reglu­gerð sem kveður á um sótt­kví á heim­il­um. 

Eins og fyrr seg­ir er Þórólf­ur þó þeirr­ar skoðunar að ekki megi af­nema sótt­kví, það muni hafa al­var­leg­ar af­leiðing­ar á meðan far­ald­ur­inn geti enn geisað hér inn­an­lands, eins og raun ber vitni um. 

„Ég held við get­um ekki lagt niður sótt­kví og þeir sem eru að stinga upp á því eru ekki al­veg að sjá út á hvað þetta geng­ur.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert