Allir á gjörgæslu í öndunarvél

Á gjör­gæslu eru nú fimm sjúk­ling­ar og eru þeir all­ir í önd­un­ar­vél, tveir eru óbólu­sett­ir. Fækk­ar um einn á gjör­gæslu á milli daga. Sjúk­ling­um á legu­deild­um Land­spít­ala með Covid-19 fjölg­ar um einn á milli daga og eru þeir 22. 

Þetta kem­ur fram á vef Land­spít­ala.

17 sjúk­ling­ar liggja á bráðal­egu­deild­um spít­al­ans og eru 6 þeirra óbólu­sett­ir. Meðal­ald­ur inn­lagðra er 62 ár.

Virk­um smit­um fækk­ar um sex en þau eru nú 946, þar af 226 börn. Tveir sjúk­ling­ar eru metn­ir rauðir og 24 ein­stak­ling­ar gul­ir og þurfa nán­ara eft­ir­lit.

13 starfs­menn spít­al­ans eru í ein­angr­un með veiruna, 23 í sótt­kví A og 116 í vinnustaðasótt­kví. 

 Töl­fræði Land­spít­ala frá upp­hafi fjórðu bylgju far­ald­urs­ins: 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka