Nýlega smitaðir þurfa ekki að sýna neikvætt próf

Þeir Íslendingar sem geta sýnt fram á innan við hálfs …
Þeir Íslendingar sem geta sýnt fram á innan við hálfs árs gamalt Covid-smit þurfa ekki að sæta sýnatöku við komu til landsins. mbl.is/Unnur Karen

Ný reglugerð um sóttkví, einangrun og sýnatöku við landamæri var birt í dag og hefur þegar tekið gildi. Með reglugerðinni er einstaklingum sem eru metnir minna útsettir fyrir kórónuveirunni heimilað að sæta smitgát í stað sóttkvíar. Þá er skyldan til þess að framvísa neikvæðu prófi við komu til landsins felld brott fyrir þá sem hafa smitast af Covid síðustu 180 dagana.

Þeim tilmælum er beint til þeirra sem sæta smitgát að takmarka samneyti við aðra, og sér í lagi viðkvæma, eins og hægt er og fylgjast vel með því ef einkenni koma upp. Á fyrsta degi smitgátar.

„Smitgát felur jafnframt í sér að einstaklingi ber að fylgjast vel með einkennum Covid-19 og fara í sýnatöku ef þau koma fram. Á fyrsta degi smitgátar skal einstaklingur einnig fara í hraðpróf og síðan aftur á fjórða degi. Þegar niðurstaða úr seinna hraðprófinu liggur fyrir er smitgát einstaklings aflétt,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðs.

Jákvæð niðurstaða þarf að vera eldri en 14 daga gömul

Hinn hluti reglugerðarinnar tekur gildi 30. ágúst og kveður á um að þeir sem geta sýnt fram á að hafa fengið Covid-19 síðustu 180 daga sé ekki skylt að sýna fram á neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi, eða hraðprófi við byrðingu erlendis eða við komuna til landsins. Jákvæð niðurstaða úr PCR-prófi þarf að vera eldri en 14 daga gömul en má ekki vera eldri en 180 daga gömul.

Ferðamenn með tengsl við Íslands sem geta sýnt fram á jákvætt PCR-próf, ekki eldra en 180 daga og ekki yngra en 14 daga gamalt, þurfa heldur ekki að sæta sýnatöku við komu til landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert