57% barna bólusett en öll hafa fengið boð

Bólusetning barna í Laugardalshöll lauk í gær.
Bólusetning barna í Laugardalshöll lauk í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Um 57% barna á aldr­in­um 12 til 15 ára hafa fengið bólu­efni gegn Covid-19 en all­ir í þeim ald­urs­hópi hafa nú fengið boð í bólu­setn­ingu. Bólu­setn­ingu barna á Suður­nesj­um lauk í dag en bólu­setn­ingu barna á höfuðborg­ar­svæðinu í Laug­ar­dals­höll lauk í gær.

71% allra lands­manna eru nú full­bólu­sett en 84% lands­manna 12 ára og eldri full­bólu­sett. Börn sem eru und­ir 12 ára aldri hafa al­mennt ekki fengið boð í bólu­setn­ingu enda hef­ur markaðsleyfi fyr­ir bólu­efni ein­ung­is verið gefið út fyr­ir börn og full­orðna sem hafa náð 12 ára aldri.

Alls hafa um hálf millj­ón skammt­ar verið gefn­ir, þar af um 36 þúsund örvun­ar­skammt­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert