Hafa áhyggjur af áhrifum á skuldsetningu heimila

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stýri­vaxta­hækk­an­ir sem Seðlabanki Íslands kynnti í dag geta haft áhrif á al­menn­ing, sér­stak­lega ef viðbrögð lána­stofn­ana við hækk­un­inni verða mik­il. Þetta seg­ir Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, við mbl.is. 

Hún seg­ir að vel verði fylgst með viðbrögðum lána­stofn­ana og seg­ist hafa áhyggj­ur af því að nú sé verið að sigla inn í vaxta­hækk­ana­skeið. 

„Við höf­um auðvitað tölu­verðar áhyggj­ur að við séum að fara inn í vaxta­hækk­ana­skeið. Hækk­un stýri­vaxta get­ur komið mjög illa við þá sem eru með breyti­lega vexti. Við mun­um í kjöl­farið fylgj­ast með því hver viðbrögð lána­stofn­ana verða, af því það skipt­ir al­menn­ing nátt­úru­lega tölu­verðu máli,“ seg­ir Drífa. 

Stýri­vaxta­lækk­un skilaði sér skammt og því má hækk­un ekki bitna á lán­tak­end­um

Drífa bend­ir á að ASÍ hafi áður gagn­rýnt lána­stofn­an­ir fyr­ir að skila stýri­vaxta­lækk­un­um hratt og ör­ugg­lega til lán­tak­enda og því verði því fylgt eft­ir ef stýri­vaxta­hækk­an­ir verði látn­ar bitna mjög á þeim hópi. 

„Í stærra sam­hengi höf­um við áhyggj­ur hvernig þetta muni koma við ein­stak­linga, sem hafa skuld­bundið sig fyr­ir hús­næði. Við ætl­umst til þess að seðlabank­inn fari ekki í stýri­vaxta­hækk­un eft­ir að hafa lækkað vexti mjög skarpt, þannig vilj­um við að seðlabank­inn taki inn í reikn­ings­dæmið áhrif stýri­vaxta­hækk­un­ar á skuld­setn­ingu heim­il­anna,“ seg­ir hún. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert