Skrifstofan blásið út

Nýr spítali rís upp úr gríðarstórri holunni við Hringbraut.
Nýr spítali rís upp úr gríðarstórri holunni við Hringbraut. mbl.is/Kristinn Magnússon

Starfs­fólki Land­spít­al­ans hef­ur fjölgað um tæp­an fjórðung á ára­tug og starfa nú 6.390 manns á vett­vangi hans. Stöðugild­in eru mun færri eða 4.378 og skýrist mis­mun­ur­inn á því að tæp 60% starfs­fólks eru í hluta­starfi á spít­al­an­um. Hef­ur það hlut­fall farið hækk­andi nær óslitið frá ár­inu 2010.

Fram­lög rík­is­sjóðs til Land­spít­al­ans hafa auk­ist mjög að raun­v­irði frá ár­inu 2010 eða um 26,8%. Var fram­lagið 75,5 millj­arðar króna í fyrra. Hef­ur það vaxið í hlut­falli við út­gjöld rík­is­sjóðs og nem­ur fram­lagið um 9% af heild­ar­út­gjöld­um rík­is­ins. Hlut­deild Land­spít­al­ans í út­gjöld­um rík­is­sjóðs til heil­brigðismála hef­ur hald­ist nær óbreytt frá ár­inu 2010 og stend­ur í u.þ.b. 30%.

Hver hönd­in upp á móti ann­arri

Mjög skipt­ar skoðanir eru inn­an spít­al­ans um það hvernig til hef­ur tek­ist við rekst­ur hans og má líkja stöðunni milli yf­ir­stjórn­ar og yf­ir­lækna við kalt stríð. Hafa lækn­arn­ir oft­ar en einu sinni leitað ásjár Umboðsmanns Alþing­is sem kveðið hef­ur upp það álit sitt að skipu­rit og sú ábyrgð sem lögð er á sís­tækk­andi lag mill­i­stjórn­enda við spít­al­ann stand­ist vart lög um heil­brigðismál. Fag­leg ábyrgð hljóti á end­an­um að vera á hönd­um yf­ir­lækna.

Marg­ir viðmæl­end­ur Morg­un­blaðsins segja skri­fræðið hafa blásið út á síðustu árum inn­an spít­al­ans og að það sogi til sín mik­il­væga starfs­krafta sem bet­ur myndu nýt­ast í beinni þjón­ustu við sjúk­linga. Skrif­stofa spít­al­ans hef­ur tvö­fald­ast á ára­tug og kostaði 4,2 millj­arða króna í fyrra.

Upp­fært

Land­spít­al­inn hef­ur sent frá sér eft­ir­far­andi at­huga­semd sem var birt á vef spít­al­ans. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert