Tilkynnt var um blóðugan mann með hníf í miðbæ Reykjavíkur snemma í morgun er kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Maðurinn var vistaður í fangageymslur lögreglu. Hnífurinn fannst í fórum hans og var hann haldlagður af lögreglu ásamt þó nokkuð miklu magni af meintum fíkniefnum er kemur fram í dagbókinni.
Þá var tilkynnt um mann í sturlunar ástandi í Breiðholti og að hann væri búinn að ráðast á fólk í morgun.