Hinir látnu voru erlendir ferðamenn

Einstaklingarnir voru báðir erlendir ferðamenn, að því er embætti landlæknis …
Einstaklingarnir voru báðir erlendir ferðamenn, að því er embætti landlæknis greinir frá. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Tveir einstaklingar sem létust af völdum Covid-19 hér á landi í vikunni voru erlendir ferðamenn. Um er að ræða fyrstu andlátin af völdum veirunnar hér á landi síðan í maí síðastliðnum. Embætti landlæknis greinir frá þessu í tilkynningu á vef sínum.

Annar þeirra var bólusettur einstaklingur á sjötugsaldri og hinn á sextugsaldri, óbólusettur. Höfðu þeir báðir verið veikir með Covid-19 í að minnsta kosti tvær vikur fyrir andlát. 

Alls hafa 32 einstaklingar látist af völdum faraldursins hér á landi og vottar embætti landlæknis aðstandendum samúð í tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert