Meðallaun hækkað mun meira á Íslandi

Byggingavinna.
Byggingavinna. mbl.is/Ómar Óskarsson

Launa­vísi­tal­an hafði í júlí síðastliðnum hækkað um 7,8% yfir 12 mánaða tíma­bil.

Fram kem­ur í Hag­sjá hag­fræðideild­ar Lands­bank­ans að hækk­un­in sé mik­il, til dæm­is miðað við öldu­dal­inn í hag­kerf­inu að und­an­förnu. Umræða um launa­mál hér á landi bygg­ir mikið á launa­vísi­töl­unni.

„Sé litið á tíma­bilið frá 2000 til 2020 má t.d. sjá að meðallaun á Íslandi hafa hækkað um 204% í ís­lensk­um krón­um. Þetta er mun meiri hækk­un en í ná­læg­um lönd­um, en næsta ríki í röðinni er Nor­eg­ur með 114% hækk­un í norsk­um krón­um. Meðal­hækk­un hinna Norður­land­anna er 81% á móti 204% hjá okk­ur. Meðallaun á Íslandi hafa þannig að meðaltali hækkað um 5,8% á ári á þess­um 20 árum á meðan þau hafa hækkað að meðaltali um 3% á ári á hinum Norður­lönd­un­um,” seg­ir í Hag­sjánni.

Fram kem­ur að ef litið er á mestu og minnstu ár­legu breyt­ing­ar kem­ur í ljós að Ísland skor­ar hæst í báðum til­vik­um.

„Tekj­ur hækkuðu um 12,9% hér á landi á ár­inu 2006 og lækkuðu um 15,4% á ár­inu 2009. Írland kem­ur næst okk­ur hvað mestu árs­hækk­un varðar, en eng­in þjóð nálg­ast okk­ur með mestu árs­lækk­un.”

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert