Smit í fjórum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu

Vogaskóli.
Vogaskóli. mbl.is/Árni Sæberg

Kórónuveirusmit hafa komið upp í fjórum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu, eða Helgafellsskóla í Mosfellsbæ, Hamraskóla í Grafarvogi, Vogaskóla og Fellaskóla. 

Smitin í Helgafellsskóla og Hamraskóla staðfesta skólastjórar skólanna, þær Anna Bergsdóttir hjá Hamraskóla og Rósa Ingvarsdóttir hjá Helgafellsskóla.

Smitin í Helgafellsskóla eru tvö. Eitt í 3. bekk og eitt í 7. bekk og eru smitin í Hamraskóla fjögur. Eitt í 3. bekk og þrjú í 2. bekk.

Kórónuveirusmit hefur einnig greinst hjá nemanda í 5. bekk í Vogaskóla. Nemandinn var ekki í skólanum í gær. Unnið er að smitrakningu og samkvæmt nýjum reglum um sóttkví í skólastarfi þá er ólíklegt að sóttkví nái út fyrir 5. bekk, að því er segir í tölvupósti til foreldra.

Samkvæmt upplýsingum mbl.is hafa jafnframt fjögur smit greinst í Fellaskóla í Reykjavík. 

Hamraskóli að vetri til.
Hamraskóli að vetri til. Ljósmynd/Sigurgeir Sigurðsson

Á milli 30 til 40 nemendur Helgafellsskóla hafa þegar verið sendir í sóttkví og eru einhverjir í smitgát, sem notuð er þegar einstaklingur hefur fengið tilkynningu um mögulega útsetningu fyrir Covid-19 en ekki talin þörf á sóttkví.

Anna segir tölu yfir fjölda nemenda sem komnir eru í sóttkví í Hamraskóla ekki enn ljósa.

Þetta er náttúrulega leiðinlegt en eitthvað samt sem vofir yfir öllu samfélaginu þessa dagana,“ segir Rósa og bætir við að hún voni að þetta sé eitthvað sem muni koma til með að klárast og að það verði ekki fleiri smit í skólanum úr þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert