Allir starfsmenn KSÍ boðaðir á fund klukkan 16

Guðni Bergsson formaður KSÍ og Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri.
Guðni Bergsson formaður KSÍ og Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri. Ljósmynd/KSÍ

KSÍ hef­ur boðað alla starfs­menn sína á fund klukk­an 16 í dag. Þetta staðfest­ir Klara Bjart­marz, fram­kvæmda­stjóri KSÍ, í sam­tali við mbl.is. Stjórn­ar­fund­ur hef­ur staðið frá því klukk­an 10 í morg­un vegna of­beld­is­mála inn­an sam­bands­ins.

Klara gat ekki gefið upp­lýs­ing­ar um til­efni fund­ar­ins eða hvað yrði til umræðu þar. 

Stjórn KSÍ hef­ur fundað stíft þessa helg­ina eft­ir að þolandi steig fram og lýsti því að landsliðsmaður hefði beitt hana of­beldi á skemmti­stað árið 2017.

Þá átti KSÍ að hafa boðið henni þagn­ar­skyldu­samn­ing gegn greiðslu miska­bóta. Guðni Bergs­son kom fram í Kast­ljósi deg­in­um áður og lýsti því að eng­in form­leg kvört­un hefði komið á hans borð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert