Boða til mótmæla fyrir utan KSÍ

Skrifstofa KSÍ í Laugardal.
Skrifstofa KSÍ í Laugardal. mbl.is/Sigurður Unnar

For­varn­ar­hóp­arn­ir Bleiki fíll­inn og Öfgar hafa boðað til friðsam­legra mót­mæla næsta fimmtu­dag kl. 17 fyr­ir utan höfuðstöðvar Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands í Laug­ar­dal. Yf­ir­skrift mót­mæl­anna er „Stjórn­in út“, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá hóp­un­um tveim­ur.

Hóp­arn­ir tveir skoruðu á Guðna Bergs­son, formann KSÍ, til að segja af sér á föstu­dag­inn sl. sem hann gerði svo. Hóp­arn­ir segja af­sögn Guðna þó ekki nægja held­ur þurfi öll stjórn­in að víkja.

Aðgerðasinnahópurinn Öfgar hefur birt nafnlausar frásagnir kvenna af ofbeldi á …
Aðgerðasinna­hóp­ur­inn Öfgar hef­ur birt nafn­laus­ar frá­sagn­ir kvenna af of­beldi á sam­fé­lags­miðlin­um TikT­ok. Ljós­mynd/​Aðsend

Til­kynn­ing frá hóp­un­um tveim­ur hljóm­ar svona í heild sinni:

„Vegna yf­ir­lýs­ing­ar KSÍ í gær er ljóst að það á að láta einn mann axla ábyrgð á gjörðum KSÍ og halda að það nægi. Við sem þjóð sjá­um í gegn­um þann gjörn­ing.  

Spill­ing sem þessi viðgengst ekki vegna eins manns auk þess sem þessi eitraða menn­ing hef­ur verið við lýði mun leng­ur en Guðni hef­ur starfað inn­an KSÍ.

Klara Bjart­marz fékk hið um­deilda bréf, það eru til sann­an­ir fyr­ir því. Samt neit­ar hún fyr­ir það. Hún seg­ist ekki hafa horft á Guðna í Kast­ljósi, hver trú­ir því? Í al­vör­unni Klara, ef allt þetta gat viðgeng­ist án þinn­ar vit­und­ar, þá hlýt­urðu að sjá að þú ert ekki starfi þínu vax­in. Stjórn­in verður að víkja, það sér það hver sál.

Að auki eru til heim­ild­ir fyr­ir því að ann­ar vara­formaður KSÍ hefði verið í gleðskap með kvenna­landsliðinu þar sem þjálf­ar­inn gerðist sek­ur um ólíðandi fram­komu. Henni fannst það ekki eiga er­indi við aðra í stjórn KSÍ og þagði með hon­um. Hann var lát­inn fara stuttu seinna.

Það þarf að upp­ræta þessa eitruðu menn­ingu. Það verður ekki gert með sömu stjórn og hef­ur viðhaldið henni. Íslensk knatt­spyrna og þolend­ur eiga betra skilið.

Við boðum því til friðsam­legra mót­mæla næsta fimmtu­dag 2. sept­em­ber klukk­an 17:00. Yf­ir­skrift mót­mæl­anna er „Stjórn­in út“. Þið megið geta tvisvar hvar.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert