Kannast ekki við tilkynningu um hópnauðgun

Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta.
Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stein­unn Gyðu- og Guðjóns­dótt­ir, talskona Stíga­móta, seg­ir það ekki rétt að óform­leg til­kynn­ing um hópnauðgun­ar­mál hafi borist frá sam­tök­un­um á fundi þeirra með Knatt­spyrnu­sam­bandi Ísland á sunnu­dag.

Í viðtali við frétta­stofu Vís­is seg­ir Kol­brún Hrund Sig­ur­geirs­dótt­ir, verk­efn­a­stýra jafn­rétt­is­mála hjá skóla- og frí­stunda­sviði Reykja­vík­ur, sem leiðir nýj­an starfs­hóp um jafn­rétt­is­mál hjá KSÍ að þeim hafi verið tjáð að vitað væri um aðra hópnauðgun á fund­in­um á sunnu­dag.

„Ég kann­ast ekki við það. Ég veit ekki al­veg hvaða mál það ætti að vera,“ seg­ir Stein­unn. 

Hún seg­ir að fund­ur­inn með KSÍ hafi snú­ist um hvernig sam­bandið geti tek­ist bet­ur á og komið í veg fyr­ir kyn­ferðis­brot. „Við vor­um ekki að fara yfir ein­hver ein­stök mál brotaþola."

Upp­fært 13:10

Kol­brún Hrund Sig­ur­geirs­dótt­ir, verk­efn­a­stýra jafn­rétt­is­mála hjá skóla- og frí­stunda­sviði Reykja­vík­ur, seg­ir í skrif­legu svari til mbl.is að um mis­skiln­ing hafi verið að ræða á milli henn­ar og blaðamanns Vís­is. 

Hanna Björg Vil­hjálms­dótt­ir, fram­halds­skóla­kenn­ari og formaður jafn­rétt­is­nefnd­ar Kenn­ara­sam­bands Íslands, sem einnig sat fund­inn á sunnu­dag tjáði Kol­brúnu um að hún hefði vitn­eskju um fleiri frá­sagn­ir um kyn­ferðis­brot knatt­spyrnu­manna og þá m.a aðra hópnauðgun. „Stein­unn og Stíga­mót áttu ekki þátt í því.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert