Óbólusett fólk velkomið

Frá bólusetningu gegn Covid-19 í Laugardalshöll. Nú fer bólusetning á …
Frá bólusetningu gegn Covid-19 í Laugardalshöll. Nú fer bólusetning á höfuðborgarsvæðinu fram á Suðurlandsbraut 34. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ýmis­legt er í boði í bólu­setn­ingu gegn Covid-19 á Suður­lands­braut 34 í Reykja­vík alla virku dag­ana í þess­ari og næstu viku á milli 10.00 og 15.00. Öll óbólu­sett og hálf­bólu­sett, 12 ára og eldri, sem eru með ís­lenska kenni­tölu geta komið í bólu­setn­ingu á þess­um tíma.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu á vef Heilsu­gæsl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu. 

Bólu­efni allra bólu­efna­fram­leiðenda sem hafa fengið markaðsleyfi hér á landi standa fólki til boða. 

Bólu­efn­in Pfizer, Moderna og Jan­sen eru notuð alla virka daga en bólu­efnið AstraZeneca er ein­göngu í boði á föstu­dög­um,“ seg­ir í til­kynn­ingu heilsu­gæsl­unn­ar.

Fólk sem er ekki með ís­lenska kenni­tölu get­ur skráð sig

Þá er örvun­ar­skammt­ur í boði fyr­ir þá sem fengu bólu­efni Jans­sen fyr­ir að minnsta kosti 28 dög­um síðan. Slík­ir skammt­ar eru einnig í boði fyr­ir fólk sem er 60 ára og eldra ef sex mánuðir eru liðnir frá seinni bólu­setn­ingu.

Bólu­setn­inga­dag­ar fyr­ir þenn­an hóp verða líka aug­lýst­ir reglu­lega.

Börn á aldr­in­um 12 til 15 ára þurfa að vera í fylgd með for­ráðamanni. 

Ein­stak­ling­ur án ís­lenskr­ar kenni­tölu má ekki mæta í bólu­setn­ingu fyrr en staðfest­ing á skrán­ingu í bólu­setn­ing­ar­kerfið hef­ur borist. Slík skrán­ing fer þannig fram að ein­stak­ling­ar sem ekki hafa ís­lenska kenni­tölu senda tölvu­póst á bolu­setn­ing@heilsugaesl­an.is.

Fram þarf að koma: Nafn, fæðing­ar­dag­ur og ár, kyn, upp­runa­land, net­fang og helst ís­lenskt GSM síma­núm­er til að taka við SMS boði. Ef ein­stak­ling­ur er hálf­bólu­sett­ur þurfa upp­lýs­ing­ar um bólu­efni og tíma­setn­ingu að fylgja.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert