Ný bóluefni við afbrigðum Covid-19

Björn Rúnar Lúðvíksson ofnæmislæknir.
Björn Rúnar Lúðvíksson ofnæmislæknir. mbl.is/Ásdís

„Vonandi fáum við sem fyrst aðgang að bóluefnum sem sérstaklega hafa verið hönnuð gegn þeim afbrigðum sem mest eru í gangi hverju sinni, en þau ættu að verða aðgengileg í síðasta lagi fyrir lok þessa árs,“ segir Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans, í grein sinni í Læknablaðinu.

Þá segir Björn ótrúlegt að þau bóluefni sem komin eru á markað virki gegn Delta-afbrigði kórónuveirunnar þar sem það framleiði margvíslegrar sameindir til að koma í veg fyrir ræsingu ónæmissvars og einnig til að bæla beint það ónæmissvar sem þó á sér stað. „Öll þau bóluefni sem nú eru á markaði voru hönnuð með upphafsafbrigði veirunnar í huga og er það í raun ótrúlegt að þau skuli einnig virka gegn verulega umbreyttu Delta-formi hennar,“ segir í greininni.

Álíka smitandi og hlaupabóla

Í greininni kemur einnig fram að kórónuveiran umbreyti sér með tíðum stökkbreytingum með þeim afleiðingum að ný afbrigði hennar, eins og Delta, fara af stað en nú hafa fjögur afbrigði hennar verið skilgreind sem hættuleg og fjögur önnur sem viðsjárverð.

mbl.is

„Nýlega birti Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna gögn sem benda til þess að Delta-afbrigði veirunnar sé meira smitandi en inflúensa, MERS, SARS og ebóla og álíka smitandi og hlaupabóla,“ segir í greininni.

Þá segir Björn árangur bólusetninga ótvíræðan þar sem algengi smita meðal óbólusettra sé um 2,6 sinnum hærra en meðal bólusettra 16 ára og eldri og nefnir að flestir innlagðra væru 50 ára og eldri og oft með aðra undirliggjandi áhættuþætti sem eru þekktir að því að draga úr áhrifum bólusetninga almennt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert