25 smit innanlands

mbl.is/Oddur

25 greind­ust með kór­ónu­veiruna inn­an­lands síðasta sól­ar­hring­inn. Þetta kem­ur fram á Covid.is. 17 voru í sótt­kví við grein­ingu, 68 prósent. Átta voru því utan sóttkvíar eða um 38 prósent.

Átta manns liggja á sjúkra­húsi, óbreytt síðan í gær og er enginn á gjörgæslu.

Beðið er eft­ir mót­efna­mæl­ingu í einu til­viki á landamærum.

596 eru í ein­angr­un, sem er fækk­un um 33 frá því í gær. 1.139 manns eru í sótt­kví og er það fækk­un um 210 á milli daga. 

389 eru í ein­angr­un á höfuðborg­ar­svæðinu en næst­flest­ir eru í ein­angr­un á Suður­nesj­um, eða 100 tals­ins. Þar er fjölg­un um fjóra á milli daga. Á höfuðborg­ar­svæðinu nem­ur fækk­un­in aft­ur á móti 29 manns.

Fjór­tán daga ný­gengi inn­an­lands­smita á hverja 100 þúsund íbúa er 219 sem er lækk­un um 9,5 á milli daga. Ný­gengi smita á landa­mær­un­um er komið niður í 9 og er það lækk­un um 2,5.  





mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert