25 greindust með kórónuveiruna innanlands síðasta sólarhringinn. Þetta kemur fram á Covid.is. 17 voru í sóttkví við greiningu, 68 prósent. Átta voru því utan sóttkvíar eða um 38 prósent.
Átta manns liggja á sjúkrahúsi, óbreytt síðan í gær og er enginn á gjörgæslu.
Beðið er eftir mótefnamælingu í einu tilviki á landamærum.
596 eru í einangrun, sem er fækkun um 33 frá því í gær. 1.139 manns eru í sóttkví og er það fækkun um 210 á milli daga.
389 eru í einangrun á höfuðborgarsvæðinu en næstflestir eru í einangrun á Suðurnesjum, eða 100 talsins. Þar er fjölgun um fjóra á milli daga. Á höfuðborgarsvæðinu nemur fækkunin aftur á móti 29 manns.
Fjórtán daga nýgengi innanlandssmita á hverja 100 þúsund íbúa er 219 sem er lækkun um 9,5 á milli daga. Nýgengi smita á landamærunum er komið niður í 9 og er það lækkun um 2,5.