Hefur móttekið 600 tilkynningar um grun um aukaverkun

Eins og sakir standa bendir ekkert til þess að beint …
Eins og sakir standa bendir ekkert til þess að beint orsakasamhengi sé á milli bólusetningar og þessara tilkynntu atvika að sögn Lyfjastofnunar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lyfja­stofn­un hef­ur mót­tekið yfir 600 til­kynn­ing­ar um grun um auka­verk­un þar sem fram kem­ur að rösk­un á tíðahring með ein­um eða öðrum hætti hafi átt sér stað í kjöl­far bólu­setn­ing­ar gegn Covid-19. 

Fram kem­ur á vef Lyfja­stofn­un­ar að rann­sókn­in standi enn yfir og þar af leiðandi ekki hægt að greina frá niður­stöðum henn­ar enn þá. Lyfja­stofn­un til­kynnti um upp­haf rann­sókn­ar­inn­ar þann 6. ág­úst sl.

Skoða hvort lík­legt sé að or­saka­sam­hengi sé á milli til­fell­anna og bólu­setn­ing­ar

Meðal þess sem verið er að skoða, er hvort lík­legt sé að or­saka­sam­hengi sé á milli til­fell­anna og bólu­setn­ing­ar. Það sé gert með því að skoða fyr­ir­liggj­andi gögn um þá sem upp­lifðu val­in ein­kenni.

Ef or­saka­sam­band er talið lík­legt milli til­fell­anna og áhrifa á tíðahring verða sér­fræðing­arn­ir beðnir um að leggja mat á mögu­leg­ar ástæður (e. mechan­ism). Einnig er lagt upp með að setja sam­an ráðlegg­ing­ar fyr­ir kon­ur og heil­brigðis­starfs­fólk, að því er stofn­un­in grein­ir frá. 

Þá seg­ir, að hönn­un rann­sókn­ar­inn­ar sé í hönd­um nokk­urra sér­fræðimenntaðra ein­stak­linga m.a. á sviði kven­sjúk­dóma sem Lyfja­stofn­un, í sam­ráði við land­lækni og sótt­varna­lækni, fól þeim að fram­kvæma.

Rann­saka nokk­ur vel val­in til­felli

Fram­kvæmd­in er á þessa leið:

Ákveðið var að rann­saka nokk­ur val­in til­felli sem hafa átt sér stað í kjöl­far bólu­setn­ing­ar gegn Covid-19 og hafa verið til­kynnt Lyfja­stofn­un sem grun­ur um auka­verk­un.

Val­in voru nokk­ur til­kynnt til­felli sem varða:

  • blæðing­ar eft­ir tíðahvörf (skil­greint sem eng­ar tíðablæðing­ar í a.m.k. 1 ár),
  • al­var­leg­ar til­kynn­ing­ar
  • langvar­andi ein­kenni (skil­greint sem blæðing­ar í meira en 3 vik­ur)

Nán­ari upp­lýs­ing­ar hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka