Lyfjastofnun hefur móttekið yfir 600 tilkynningar um grun um aukaverkun þar sem fram kemur að röskun á tíðahring með einum eða öðrum hætti hafi átt sér stað í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19.
Fram kemur á vef Lyfjastofnunar að rannsóknin standi enn yfir og þar af leiðandi ekki hægt að greina frá niðurstöðum hennar enn þá. Lyfjastofnun tilkynnti um upphaf rannsóknarinnar þann 6. ágúst sl.
Meðal þess sem verið er að skoða, er hvort líklegt sé að orsakasamhengi sé á milli tilfellanna og bólusetningar. Það sé gert með því að skoða fyrirliggjandi gögn um þá sem upplifðu valin einkenni.
Ef orsakasamband er talið líklegt milli tilfellanna og áhrifa á tíðahring verða sérfræðingarnir beðnir um að leggja mat á mögulegar ástæður (e. mechanism). Einnig er lagt upp með að setja saman ráðleggingar fyrir konur og heilbrigðisstarfsfólk, að því er stofnunin greinir frá.
Þá segir, að hönnun rannsóknarinnar sé í höndum nokkurra sérfræðimenntaðra einstaklinga m.a. á sviði kvensjúkdóma sem Lyfjastofnun, í samráði við landlækni og sóttvarnalækni, fól þeim að framkvæma.
Framkvæmdin er á þessa leið:
Ákveðið var að rannsaka nokkur valin tilfelli sem hafa átt sér stað í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19 og hafa verið tilkynnt Lyfjastofnun sem grunur um aukaverkun.
Valin voru nokkur tilkynnt tilfelli sem varða: