Verulega dregur úr atvinnuleysi

mbl.is/Unnur Karen

Verulega dró úr atvinnuleysi á landinu í ágúst þegar skráð atvinnuleysi minnkaði í 5,5% úr 6,1% í júlí. Heildaratvinnuleysi hefur ekki mælst minna frá því í febrúar í fyrra, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Vinnumálastofnun (VMST) birti yfirlit yfir stöðuna á vinnumarkaði í gær þar sem fram kemur að 11.499 voru án atvinnu í lok ágúst og fækkaði atvinnulausum körlum um 404 og konum um 634 frá júlílokum.

VMST spáir því að draga muni áfram úr atvinnuleysi í september og verða á bilinu 5,1% til 5,4%.

Atvinnuleysi í ágúst var sem fyrr mest á Suðurnesjum en það hefur minnkað verulega á umliðnum mánuðum. Var skráð atvinnuleysi á svæðinu 9,7% í seinasta mánuði og minnkaði úr 10,9% í júlí. Næstmest var atvinnuleysið 6,1% á höfuðborgarsvæðinu.

12,8% atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara

„Alls voru 4.492 erlendir atvinnuleitendur án atvinnu í lok ágúst og fækkaði um 440 frá júlí eða að meðaltali um 9% frá júlí. Mesta hlutfallslega fækkun atvinnulausra frá júlí var meðal atvinnulausra erlendra ríkisborgara í ferðatengdri starfsemi ýmiss konar eða um 12% svo og í menningartengdri starfsemi ýmiss konar. Þessi fjöldi samsvarar um 12,8% atvinnuleysi meðal erlendra ríkisborgara,“ segir VMST.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert