Mörg börn létu sjá sig í bólusetningu

Börn á aldrinum 12 til 15 ára þáðu seinni bóluefnaskammtinn …
Börn á aldrinum 12 til 15 ára þáðu seinni bóluefnaskammtinn í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mæt­ing í seinni bólu­setn­ingu barna á aldr­in­um 12 til 15 ára í dag var fín og gekk bólu­setn­ing­in vel að sögn Dag­nýj­ar Hængs­dótt­ur, verk­efna­stjóra bólu­setn­inga hjá heilsu­gæsl­unni. Þessi hóp­ur fær bólu­setn­ingu með bólu­efni Pfizer.

Færri börn en í fyrri bólu­setn­ingu þurftu þá að fara afsíðis og fá bólu­setn­ingu í lokuðu rými að henn­ar sögn. 

„Áttum von á að þau myndu öll aft­ur mæta“

„Það var ró­legra tempó en síðast, við viss­um meira út í hvað við vor­um að fara og það var ekki mikið stress í gangi. Þau voru bratt­ari núna,“ seg­ir hún í sam­tali við mbl.is. 

Hafið þið fundið fyr­ir því að færri börn mæti í bólu­setn­ingu eft­ir að borið hef­ur á gagn­rýn­is­rödd­um gegn bólu­setn­ing­um þeirra?

„Nei, við átt­um von á að þau myndu öll aft­ur mæta og það gerðu þau.“

Á morg­un verður ár­gangi 2008 og 2009 boðið í seinni bólu­setn­ingu og hef­ur þá bólu­setn­ingu ald­urs­hóps­ins 12 til 15 verið lokið.

Þá er bólu­sett alla virka daga á milli 10.00 og 15.00 á Suður­lands­braut 34 með Pfizer, Moderna og Jans­sen en bólu­efnið Astra Zeneca er ein­göngu í boði á föstu­dög­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka