Íslenska orkan eftirsótt

Íslenska orkan er eftirsótt.
Íslenska orkan er eftirsótt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, seg­ir mikla hækk­un raf­orku­verðs á nor­ræna markaðinum hafa aukið áhuga er­lendra aðila á fjár­fest­ingu á Íslandi.

„Þessi þróun styrk­ir sam­keppn­is­stöðu Íslands og ger­ir það að verk­um að fyr­ir­tæki horfa í aukn­um mæli til Íslands,“ seg­ir Hörður.

Tóm­as Már Sig­urðsson, for­stjóri HS Orku, seg­ir aðspurður að eft­ir­spurn­in eft­ir orku er­lend­is frá hafi auk­ist, í kjöl­far þess að raf­orku­verð hækkaði á mörkuðum ytra.

Þurfa nýja Suður­nesjalínu

Er­lend­ir aðilar hafi m.a. áhuga á að fram­leiða vetni. Mörg verk­efn­in þurfi hins veg­ar mikla orku og því sé af­hend­ing­ar­get­an á Suður­nesj­um flösku­háls, sem kalli á að Suður­nesjalína núm­er 2 verði reist.

Bjarni Bjarna­son, for­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur, tel­ur rétt að stíga var­lega til jarðar í þess­um efn­um.

„Varðandi eft­ir­spurn­ina að utan er það grund­vall­ar­mál að við hlaup­um ekki eft­ir því hverj­ir vilja kaupa raf­magn. Við eig­um sjálf að finna jafn­vægi milli nytja og nátt­úru­vernd­ar. Því miður hef­ur ramm­a­áætl­un ekki staðið und­ir þeim vænt­ing­um sem til henn­ar stóðu.“

Pét­ur Blön­dal, fram­kvæmda­stjóri Sa­máls, seg­ir út­flutn­ings­tekj­ur ál­vera á Íslandi hafa numið um 210 millj­örðum í fyrra. Þar af hafi inn­lend­ur kostnaður verið 93 millj­arðar. Ætla megi að þess­ar fjár­hæðir hækki veru­lega með hærra ál­verði.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert