Tveggja ára barn á gjörgæslu vegna fylgikvilla

Tveggja ára barn var flutt á gjörgæslu í gær.
Tveggja ára barn var flutt á gjörgæslu í gær.

Tveggja ára barn ligg­ur nú á gjör­gæslu Land­spít­ala vegna fylgi­kvilla af Covid-19. Þetta staðfest­ir Valtýr Stef­áns­son Thors barna­smit­sjúk­dóma­lækn­ir í sam­tali við mbl.is. Því lögðust tvö börn inn á Land­spít­ala í gær vegna Covid-19. 

Vís­ir greindi fyrst frá.

Valtýr seg­ir að yngra barnið sé með lungna­bólgu en sé ekki í önd­un­ar­vél. Hann ger­ir ráð fyr­ir að það verði fært af gjör­gæslu á al­menna barna­deild í dag. „Barnið fór strax inn á gjör­gæslu fyrst og fremst sem ör­ygg­is­ráðstöf­un.“

Valtýr seg­ir að mjög vel hafi gengið að meðhöndla börn­in tvö. Að sögn hans fékk eldri dreng­ur­inn fyrri spraut­una af bólu­efni gegn veirunni áður en hann veikt­ist og er nú með virkt smit. Yngra barnið er lík­lega ekki með virkt smit og því um fylgi­kvilla sjúk­dóms­ins að ræða.

Valtýr seg­ir að börn­in verði bæði eitt­hvað áfram á spít­ala.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert