Hraun í Geldingadölum rennur á miklum hraða

Edlgos í Geldingadölum.
Edlgos í Geldingadölum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lifnað hefur allhressilega yfir eldsgosinu í Geldingadölum á síðustu dögum og í nótt myndaðist eins konar hrauná sem æddi niður hraunbreiðuna í Nátthaga og skall utan í eldra hraun á svæðinu. 

Á mynbandi sem Donatas Arlauskas tók við Nátthaga í gækvöld má sjá hvernig hraunáin æðir fram eins og um jökulhlaup sé að ræða. 

Á morgun verða réttir sex mánuðir síðan gosið í Geldingadölum hófst og virðist það sjálft halda upp á þau tímamót með því að minna á ægimátt sinn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert