Varhugavert að hlaða rafmagnshlaupahjól í íbúðum

Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, segir brunan í gær áminningu …
Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins, segir brunan í gær áminningu um hættu stærri rafhlaða. Samsett mynd

Jón Viðar Matth­ías­son slökkviliðsstjóri á höfuðborg­ar­svæðinu seg­ir það ekki eiga að vera fyrsta kost fólks að hlaða fara­tæki á borð við raf­hlaupa­hjól inni í íbúðunum sín­um. Þá sé mik­il­vægt að fólk hafi all­an búnað vel upp­færðan, bæði bruna­varn­ir og hleðslu­búnaðinn.

„Eins og maður seg­ir alltaf, eitt út­kall í svona er ein­um of mikið,“ seg­ir Jón Viðar en flest bend­ir til þess að bruna í íbúð í Bríet­ar­túni í gær­kvöldi megi rekja til raf­hlaupa­hjóls. Elín Agnes Krist­ín­ar­dótt­ir, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, staðfesti í sam­tali við mbl.is í dag að kenn­ing lög­reglu væri sú að eld­ur­inn hafi komið til vegna þess.

Þekkt í ná­granna­lönd­um

Jón seg­ir þetta þekkt í ná­granna­lönd­um að stærri raf­hlöður valdi elds­voðum. „Þannig að þetta er ekki eins­dæmi því miður. Það hef­ur líka komið upp með raf­hjól hér­lend­is og við höf­um farið í nokk­ur út­köll sem hafa valdið mis­mikl­um skaða. En líka út­köll varðandi hleðslu á ýms­um öðrum hlut­um. Jafn­vel eitt­hvað sára­sak­laust eins og þegar fólk er að hlaða sím­ann sinn upp í rúmi og hleðslu­snúr­an er orðin slit­in eða hæp­in. Það er svo margt sem þarf að huga að.“

Jón seg­ir all­an var­an góðan þó tækn­in kunni að vera sjálf­sögð. „Allt eru þetta nauðsyn­leg og skemmti­leg tæki sem maður vill hafa í kring um sig en maður þarf að huga að því alltaf að yf­ir­fara búnaðinn og gæta a­ð því að snúr­ur og annað séu í lagi.“

Hundruð rafhlaupahjóla eru í leigu á höfuðborgarsvæðinu.
Hundruð raf­hlaupa­hjóla eru í leigu á höfuðborg­ar­svæðinu. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Ný­leg­ir hlut­ir geta líka bilað

Raf­hlaupa­hjól hafa rutt sér til rúms sem nýr far­ar­skjóti síðastliðin tvö til þrjú ár. Fólk get­ur leigt þau út eða keypt sér til einka­nota og þá hlaðið þau heima hjá sér. Í ljósi þess hve nýtil­kom­in þessi hjól eru er ljóst að ein­takið sem brann í gær hef­ur ekki verið ýkja gam­alt.

„Með svo margt að það get­ur bilað þó það sé nýtt eða ný­legt,“ seg­ir Jón Viðar og ít­rek­ar að margt geti or­sakað elds­voða sem þessa:

„Stund­um geta hlut­irn­ir hitnað hratt ef það ligg­ur annað uppi að hlut sem get­ur síðan kviknað í. Það er svo margt í þessu sem þarf að huga að, þetta er ekki alltaf þannig að raf­hlöður springi.“

Ekki fyrsti kost­ur að hlaða inni í íbúð

Raf­hlaupa­hjól­in eru búin tölu­vert stærri raf­hlöðum en til dæm­is sím­ar, úr og heyrn­ar­tól sem flest­ir eru van­ir að hlaða inn­an veggja heim­il­is­ins. Aðspurður seg­ir Jón þetta vissu­lega geta aukið bruna­hættu:

„Þetta eru mun stærri raf­hlöður, þó þær séu mis­stór­ar eft­ir því hve mik­il drægn­in er. Skút­urn­ar og raf­hjól­in eru að koma ný inn svo menn þurfa að fara mjög var­lega með það. Að vera með þessa hleðslu inni í íbúð er ekki fyrsti kost­ur.“

Jón seg­ir umræðuna þó þarfa og ít­rek­ar mik­il­vægi hefðbund­inna bruna­varna: „Þetta minn­ir á að þegar kem­ur upp eld­ur, óháð or­sök, þarf fólk að vera með all­an viðvör­un­ar­búnað í lagi. Það er ekki að ástæðulausu að reyk­skynj­ar­ar séu sí­fellt nefnd­ir í þessu sam­hengi, þeir vekja fólk.“

Af vettvangi brunans í gær.
Af vett­vangi brun­ans í gær. Unn­ur Kar­en
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert