Sigurður Bogi Sævarsson
Haldi eldgosið við Fagradalsfjall áfram með lotuvirkni mun hraunið sem frá gígnum streymir ekki breiða úr sér yfir ýkja víðfeðmt svæði. Verði gosið hins vegar stöðugt í langan tíma aukast líkurnar á að hraunið nái lengra. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur við HÍ, í samtali við Morgunblaðið.
Lítil virkni var í eldgosinu í gær, eftir að kraumað hafði hressilega í kötlum í síðustu viku og fram á helgina. Áður hafði gosið legið niðri í níu daga. Vísindamenn telja sumir að gosið geti í nokkur ár.
Nú safnast upp hraun vestan við eldgíginn í Geldingadölum og verður æ þykkara. Þar nær glóandi hraun að safnast fyrir undir storknu yfirborði, en leitar síðan framrásar í eins konar hlaupum.