Flestir brotaþolar ofbeldis karlar

Aflað var upplýsinga frá embætti ríkislögreglustjóra um fjölda ofbeldismála sem …
Aflað var upplýsinga frá embætti ríkislögreglustjóra um fjölda ofbeldismála sem komið hafa til meðferðar lögreglu frá upphafi árs 2020. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls eru 56% brotaþola í ofbeldismálum karlar en 80% gerenda eru jafnframt karlar. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Helgu Völu Helgadóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, um fjölda ofbeldismála sem hafa komið til meðferðar hjá lögreglu frá byrjun árs 2020.  

Í svari dómsmálaráðherra kemur fram að alls hefur verið tilkynnt um rúmlega 3.000 ofbeldisbrot. Af þeim eru rúmlega 2.700 líkamsárásir.

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Helmingur brota í nánum samböndum

Alls eru 50% ofbeldisbrota í nánum samböndum, eða rétt rúmlega 1.500.

Ofbeldisbrot þar sem brotaþoli var barn voru 262 talsins, eða 8% af heildarfjölda ofbeldisbrota.

Aflað var upplýsinga frá embætti ríkislögreglustjóra um fjölda ofbeldismála sem komið hafa til meðferðar lögreglu frá upphafi árs 2020 og bárust upplýsingar fyrir tímabilið 1. janúar 2020 til 31. ágúst 2021. Ekki hafa verið gefnar út staðfestar tölur fyrir þetta tímabil og er því um bráðabirgðatölur að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert