Bólusetning vegna inflúensu hefst í október

Þrátt fyrir að margir kunni að vera þreyttir á bólusetningum …
Þrátt fyrir að margir kunni að vera þreyttir á bólusetningum þá hefst bólusetning á forgangshópum vegna árlegrar inflúensu í október. AFP

Bólusetning vegna árlegrar inflúensu hefst nú eftir miðjan október. Bólusetningin mun  fara fram á öllum heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins. Þetta kemur fram á heimasíðu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Fyrstu tvær vikurnar verður bólusett forgangshópa og í nóvember verður svo opnað fyrir almennar bólusetningar.

Forgangshópar í október

Forgangshóparnir sem verða bólusettir í október eru þá allir sem eru 70 ára og eldri, þungaðar konur og fólk með langvinna sjúkdóma s.s. hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdóma, sykursýki, illkynja sjúkdóma og aðra ónæmisbælandi sjúkdóma.

Þá kemur einnig fram að fjórtan dagar þurfa að líða á milli bólusetningar gegn Covid-19 og inflúensubólusetningar. Ítarlegra fyrirkomulag bólusetninga liggur þó ekki fyrir að svo stöddu.

Lesa má nánar um einkenni inflúensu á heilsuvera.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert