Fella niður kröfu um veirupróf við komuna

Frá Leifsstöð.
Frá Leifsstöð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Felld verður niður krafa um að ein­stak­ling­ar með tengsl við Ísland þurfi að fram­vísa nei­kvæðu kór­ónu­veiru­prófi við komu til lands­ins, frá og með föstu­deg­in­um 1. októ­ber.

Frá þessu grein­ir heil­brigðisráðuneytið í til­kynn­ingu.

Sem fyrr þurfi þeir þó að fara í sýna­töku eft­ir komu til lands­ins, að und­an­skild­um börn­um sem fædd eru 2005 og síðar.

Tekið er fram í til­kynn­ing­unni að heil­brigðisráðherra hafi ákveðið þetta í sam­ræmi við til­lög­ur sótt­varna­lækn­is. Gert sé ráð fyr­ir að regl­urn­ar gildi til 6. nóv­em­ber næst­kom­andi.

Við Leifsstöð.
Við Leifs­stöð. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Virk­ar landa­mæra­varn­ir for­senda

Í minn­is­blaðinu komi fram að dag­leg­um smit­um inn­an­lands hafi fækkað frá því að aðgerðir inn­an­lands og á landa­mær­um voru hert­ar í júlí og ág­úst og inn­lögn­um á sjúkra­hús sömu­leiðis.

„Hann seg­ir ljóst að smit halda áfram að ber­ast til lands­ins og að raðgrein­ing­ar Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar sýni að smit frá fáum ein­stak­ling­um, bólu­sett­um og óbólu­sett­um, dugi til að setja af stað út­breidd­an far­ald­ur inn­an­lands,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni um minn­is­blaðið.

Í ljósi reynsl­unn­ar und­an­farið telji hann ráðlegt að lág­marka dreif­ingu veirunn­ar með tak­mörk­un­um á landa­mær­um. Virk­ar landa­mæra­varn­ir séu for­senda þess að hægt verði að slaka að mestu á tak­mörk­un­um inn­an­lands. 

Breyt­ing­arn­ar:

  • Farþegar með tengsl við Ísland þurfa ekki leng­ur að sýna vott­orð um nei­kvætt Covid-próf á landa­mær­un­um en sæta sýna­töku við kom­una til lands­ins, hvort sem þeir eru bólu­sett­ir eða ekki. Óbólu­sett­ir farþegar þurfa sem fyrr að sýna­töku lok­inni að sæta fimm daga sótt­kví og fara í PCR-próf við lok sótt­kví­ar.
  • Bólu­sett­ir farþegar án tengsla við Ísland þurfa sem fyrr að fram­vísa vott­orði um nei­kvætt Covid-próf sem er ekki eldra en 72 klukku­stunda í stað sýna­töku við kom­una til lands­ins. Séu þeir óbólu­sett­ir þurfa þeir að auki að sæta tvö­faldri sýna­töku með fimm daga sótt­kví á milli.
  • Áfram gilda sömu regl­ur um bólu­setta og um þá sem hafa vott­orð um fyrri sýk­ingu.
  • Börn fædd 2005 eða síðar og tengif­arþegar sem ekki fara út fyr­ir landa­mæra­stöð sæta eng­um tak­mörk­un­um vegna sótt­varna á landa­mær­um.

Minnt er á að ferðamönn­um er skylt að for­skrá sig fyr­ir kom­una til lands­ins á vefn­um Covid.is.

Hætt verði að viður­kenna mót­efna­mæl­ing­ar

Í minn­is­blaði sótt­varna­lækn­is er til­laga um að hætt verði að viður­kenna mót­efna­mæl­ing­ar gegn veirunni sem staðfest­ingu um afstaðna sýk­ingu af völd­um Covid-19.

„Ráðherra hef­ur ákveðið að skoða þá til­lögu nán­ar og afla frek­ari upp­lýs­inga áður en end­an­leg ákvörðun þar að lút­andi verður tek­in.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert