Telja 20-25 milljarða lagða á sveitarfélögin

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra .
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra . mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrirhuguð reglugerð umhverfis- og auðlindaráðherra um fráveitur og skólp, mun að öllu óbreyttu hafa í för með sér mikinn kostnað fyrir sveitarfélög og fráveitur landsins, sem gæti jafnvel hlaupið á tugum milljarða kr. Forsvarsmenn sveitarfélaganna eru bersýnilega áhyggjufullir.

Rætt var um stöðu málsins á stjórnarfundi Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) síðastliðinn föstudag. Í samþykkt stjórnarinnar segir að fyrirliggjandi gögn leiði í ljós „[...] að þær auknu kröfur sem reglugerðin leggur á sveitarfélög geti orðið á bilinu 20 til 25 milljarðar króna. Umhverfislegur ávinningur af kröfu um aukna hreinsun frárennslis er hins vegar óljós.“

Fram kemur í fundargerð stjórnarinnar að viðræður hafa farið fram milli sveitarfélaganna og umhverfisráðuneytisins vegna reglugerðardraganna og þau samskipti verið afar málefnaleg. Nú liggi fyrir sú niðurstaða að reglugerðin verði ekki sett án frekara samráðs við sambandið. Lýsir stjórnin fullum vilja til að vinna áfram að málinu með ráðuneytinu en vill að stofnaður verði samráðshópur með fleiri ráðuneytum og aðilum sem móti raunhæfar tillögur um hvernig hraða megi uppbyggingu fráveitna.

Tveggja þrepa hreinsun

Meginregla nýju draganna er sú að hreinsa skuli skólp með tveggja þrepa hreinsun nema kveðið sé á um annað. Málið á sér nokkurra ára aðdraganda. Sveitarstjórnarmenn líta svo á að með nýju drögunum séu settar fram reglur sem séu mikið breyttar og mun meira íþyngjandi fyrir sveitarfélög en drög sem fyrst voru kynnt árið 2018.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert