Forsetinn í smitgát næstu daga

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, þarf að vera í smitgát næstu daga.

Ástæðan er sú að í hópi þeirra ungmenna sem hafa greinst norðanlands með Covid-19 undanfarið voru nemendur úr Valsárskóla á Svalbarðsströnd sem hann heimsótti á miðvikudaginn.

„Ég sendi krökkunum nyrðra hlýjar kveðjur, þakka aftur fyrir góðar móttökur og óska þeim, sem hafa smitast af veirunni, góðs bata. Einhverjum fundum og viðburðum þarf ég að fresta en við finnum lausnir á því,“ skrifar forsetinn á facebooksíðu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert