Heimilin í landinu verði verr stödd

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ. Ljósmynd/Aðsend

Stýri­vaxta­hækk­un Seðlabanka Íslands, sem kynnt var í morg­un, mun koma illa við heim­il­in í land­inu, enda hafa marg­ir spennt bog­ann hátt með hús­næðislán­um að und­an­förnu. 

Þetta seg­ir Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, í sam­tali við mbl.is. 

„Það sem þetta þýðir fyr­ir fólk með hús­næðislán, sem er kannski búið að spenna sig hátt á hús­næðismarkaðnum að unda­förnu, er um 7.500 króna hækk­un á greiðslu­byrði miðað við þessa 0,25% hækk­un stýri­vaxta,“ seg­ir Drífa og bæt­ir við:

„Þannig þess­ar vaxta­hækk­an­ir sem hafa verið und­an­farið, ef við miðum bara við 50 millj­óna króna lán, þá er þetta farið að taka all­hressi­lega í og éta upp þær launa­hækk­an­ir sem við höf­um samið um.“

Drífa seg­ir að hús­næðismál­in munu spila stórt hlut­verk í næstu kjaraviðræðum og seg­ist hún vona að sú rík­is­stjórn sem taki við muni geta þess í sín­um stjórn­arsátt­mála. Hún seg­ir þannig að mik­il­vægt sé að bönd­um verði komið á hús­næðismarkaðinn, þannig að hann sé ekki sí­fellt upp­trekkt­ur, sem býr til verðbólgu sem leiðir svo til vaxta­hækk­ana.

„Þetta seg­ir okk­ur, enn og aft­ur, að hús­næðismál­in eru eitt stærsta lífs­kjara­mál eins og staðan er í dag.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert