Lenya skilar kæru til kjörbréfanefndar

Lenya Rún Taha Karim var inni á þingi í 9 …
Lenya Rún Taha Karim var inni á þingi í 9 klukkustundir í jöfnunarsæti áður en atkvæði í Norðvesturkjördæmi voru talin á nýjan leik. Ljósmynd/Píratar

Lenya Rún Taha Karim, frambjóðandi sem skipaði þriðja sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningum, hefur skilað inn kæru til kjörbréfanefndar Alþingis. Hún er þar með orðin fjórði frambjóðandinn til að kæra endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi.

Lenya greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni þar sem hún segir „ef að það verður ekki uppkosning eða endurkosning á landsvísu er lágmark að fyrri, óspilltari talningin gildi.

Fjórði frambjóðandinn til að kæra

Þegar hafa þrír frambjóðendur kært kosningarnar og ein kæra kom frá ónefndum borgara. Þeir frambjóðendur eru þau Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar, og Magnús Örn Norðdahl, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert