„Það þarf einfaldlega að virkja“

Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, segir nauðsynlegt að virkja meira ef anna eigi eftirspurn frá rafbílum og umhverfisvænum iðnaði.

„Vegna þess að orkuspáin liggur fyrir og sýnir að til að rafvæða bílaflotann, og til að framleiða eldsneytið sem sparar okkur gjaldeyri, þarf einfaldlega að virkja,“ segir Tómas Már og vísar meðal annars til framleiðslu metanóls úr vetni og koltvísýringi.

Tómas Már ræðir áætlanir HS Orku í ítarlegu viðtali við ViðskiptaMoggann í dag en fram undan er uppbygging virkjana til að styðja við tugmilljarða króna uppbyggingu í Auðlindagarðinum á næstu árum.

Fiskeldi og gróðurhús

Nú starfi um 1.600 manns í garðinum en eftir tíu til fimmtán ár megi ætla að fjöldinn hafi tvöfaldast.

„Við sjáum fyrir okkur verðmæt störf af ýmsu tagi. Þar með talið í þróun á vörum, matvöru, lyfjum og snyrtivörum,“ segir Tómas Már. Það liggi meðal annars mikil tækifæri í matvælatengdri framleiðslu með fiskeldi og gróðurhúsum.

Virkjun við Geldingadali?

Tómas Már segir aðspurður að eldgosið í Geldingadölum hafi komið upp á besta stað fyrir HS Orku. Hugsanlegt sé að þar verði jarðhitasvæði í framtíðinni og gæti svæðið því orðið orkulind í tímans rás.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka