Áfram sögulega hátt verð

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, telur fátt benda til að raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu lækki á næstunni.

Tilefnið er að það hefur aldrei verið jafn hátt og að Seðlabankinn skuli hafa vísað til hækkandi íbúðaverðs við vaxtaákvörðun í fyrradag.

Graf/mbl.is

Nafnverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hefur u.þ.b. fimmfaldast síðan 2002 og raunverðið ríflega tvöfaldast. Íbúð sem kostaði 30 milljónir árið 2002 kostar því nú rúmar 65 milljónir miðað við raunverð, þ.e. að teknu tilliti til verðbólgu.

Fjórfalt lægri en árið 2002

Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics, bendir á að meginvextir Seðlabankans hafi lækkað úr rúmlega 6% í desember 2002 í 1,5% í dag.

„Vextir á íbúðalánum endurspegla þessa breytingu. Verð eigna hækkar í takt við lækkandi vexti og öfugt. Kaupmáttur launa hefur aukist um 50% á sama tíma,“ segir Magnús sem tekur undir að fátt bendi til að raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu muni lækka á næstunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert