Misnotaði sambúðarbarn sitt

Brotin áttu sér stað á árunum 2015 til 2017 þegar …
Brotin áttu sér stað á árunum 2015 til 2017 þegar drengurinn var 16 til 17 ára gamall en konan er sex árum eldri en pilturinn. mbl.is/Hallur Már

Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjaness í kynferðisbrotamáli konu á þrítugsaldri gegn sambúðarsyni sínum.

Konan var dæmd í héraði í tveggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn pilti sem var sambúðarbarn hennar á meðan hún var sambúðarkona föður piltsins.

Brotin áttu sér stað á árunum 2015 til 2017 þegar drengurinn var 16 til 17 ára gamall en konan er sex árum eldri en pilturinn.

„X var sakfelld fyrir brot gegn 1. mgr. 201. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að hafa átt í kynferðissambandi við sambúðarbarn sitt, A, á tæplega tveggja ára tímabili er hann var 16 til 17 ára,“ segir í útdrætti dómsins.

Áfrýjaði í fyrra

Að auki var hún fundin sek um rangar sakargiftir, en hún kærði piltinn upphaflega og sagði hann hafa nauðgað henni og áreitt kynferðislega á umræddu tímabili. Var henni því gert að greiða piltinum 700 þúsund krónur í miskabætur, sömu upphæð og í úrskurði héraðsdóms, auk málskostnaðar.

Konan fór fram á áfrýjun eftir að dómur féll í héraði síðsumars í fyrra. Um úrskurð héraðsdóms má lesa hér:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert