Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir að saman þurfi að fara hljóð og mynd þegar við segjumst vilja orkuskipti í samgöngum.
„Til að ná þessum markmiðum þarf að vera til raforka, því hún er nýtt í þetta allt saman,“ segir Þórdís sem kveðst taka undir orð Tómasar Más Sigurðssonar, forstjóra HS Orku, í ViðskiptaMogganum í fyrradag um að virkja þyrfti meira af endurnýjanlegum orkugjöfum hér vegna orkuskipta í samgöngum, þ.e. rafvæðingar bílaflotans og framleiðslu eldsneytis.