Barn fékk blóðtappa í lungu eftir Covid-19

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það lagðist inn barn sem þetta svo­kallaða MICS-af­brigði sem er bólgu­svar í lík­am­an­um sem veld­ur mik­illi og al­var­legri bólgu í lík­am­an­um eft­ir Covid-19. Í þess­ari bylgju, frá því að delta-af­brigðið kom hér fyrst, hafa þrjú börn verið lögð inn á spít­al­ann með al­var­lega fylgi­kvilla eft­ir Covid-sýk­ingu,“ seg­ir Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir í sam­tali við mbl.is, um veik­indi barna í nú­ver­andi bylgju heims­far­ald­urs­ins. 

„Það var barn sem var með blóðtappa í lung­um eft­ir Covid-sýk­ingu, það var barn sem fékk mjög al­var­lega lungna­bólgu og lungna­ein­kenni eft­ir Covid-19 og svo þetta barn sem fékk al­var­legt bólgu­svar í lík­am­an­um. Svo að við höf­um séð alla­vega þrjú sem hafa veikst al­var­lega.“

Höf­um til­hneig­ingu til að gleyma

Þórólf­ur seg­ir að hér á landi sé ljóst hvaðan sýk­ing­ar komu til lands­ins og eins og staðan sé í dag sé rétt að beita áfram þekk­ingu okk­ar á far­aldr­in­um til að hefta út­breiðsluna. 

„Á meðan far­ald­ur­inn er ennþá í upp­sveiflu og mik­illi út­breiðslu, og hann er það svo sann­ar­lega ennþá í mjög mörg­um lönd­um – við höf­um til­hneig­ingu til að gleyma því og halda að þetta sé bara búið – þá þurf­um við að reyna að yfir­keyra ekki spít­ala­kerfið hér. Ég þreyt­ist ekki á að benda á hvað gerðist í júlí þegar við aflétt­um öllu.“

Hjarta­bólga í kjöl­far bólu­setn­ing­ar 

Í til­kynn­ingu frá embætti land­lækn­is í dag kem­ur fram að fáar al­var­leg­ar auka­verk­an­ir hafa verið til­kynnt­ar vegna bólu­setn­inga barna á aldr­in­um 12-15 ára við Covid-19 til þessa dags. 

„Eitt til­vik hjarta­bólgu eft­ir bólu­setn­ingu 12-15 ára barns hef­ur verið staðfest á Barna­spítala Hrings­ins fram til 11. októ­ber, eng­ar til­kynn­ing­ar hafa borist um goll­urs­húss­bólgu hjá þess­um ald­urs­hópi,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Þá kem­ur fram að börn sem eru of ung til að fá bólu­setn­ingu við Covid-19 séu um 40 pró­sent þeirra sem eru í ein­angr­un með sýk­ingu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert