80 greindust innanlands – 36 óbólusettir

Sýnataka vegna kórónuveirunnar.
Sýnataka vegna kórónuveirunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

80 manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þar af var 41 í sóttkví við greiningu. 36 þeirra sem greindust voru óbólusettir. Þetta kemur fram á Covid.is.

Sjö eru á sjúkrahúsi en enginn á gjörgæslu. 562 eru núna í einangrun og 1.564 í sóttkví. 

Sjö greindust með virk smit á landamærunum eftir fyrri skimun. Alls voru tekin 3.900 sýni á landamærunum. 

376 eru í einangrun á höfuðborgarsvæðinu og 87 á Norðurlandi eystra. Á Suðurnesjum eru 33 í einangrun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka