Erfitt að standa gegn afléttingum

Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala.
Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítala. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Már Kristjáns­son yf­ir­lækn­ir smit­sjúk­dóma­deild­ar Land­spít­al­ans seg­ist von­ast til þess að spít­al­inn sleppi vel í kjöl­far aflétt­inga sem rík­is­stjórn­in boðaði í morg­un, þrátt fyr­ir að þung staða sé inni á spít­al­an­um og að há hlut­fallstala af já­kvæðum sýn­um í ein­kenna­sýna­tök­um síðasta sól­ar­hring­inn sé rautt flagg.

Hann seg­ir að tím­inn verði að leiða það í ljós.

Már seg­ir að þrátt fyr­ir að vísað hafi verið til áhættumats spít­al­ans hafi á þeim tíma­punkti  verið um 20 til 40 ný til­felli á dag en á síðasta sól­ar­hring voru þau 80 tals­ins, sem kann að vera sér­stakt frá­vik.

„Þetta er nátt­úru­lega svo­lítið rautt flagg, bæði þessi fjöldi og svo þetta háa hlut­fall í ein­kenna­sýn­um, plús það að við erum alltaf með 100 pró­sent nýt­ingu á legu­deild­um og alltaf með á bil­inu 15 til 25 og jafn­vel fleiri ein­stak­linga á bráðamót­tök­unni.“

„Voðal­ega erfið staða“

Finnst þér aflétt­ing­arn­ar ótíma­bær­ar eins og staðan er núna á spít­al­an­um?

„Ég held að þetta sé voðal­ega erfið staða, að hafa haft svona til­tölu­lega viðráðan­legt ástand með til­liti til Covid og þær kring­um­stæður sem eru í ná­granna­lönd­um þar sem að virðist vera lítið um aðgerðir og til­tölu­lega lítið um smit.“

„Þannig að það er voðal­ega erfitt að standa gegn þessu og kannski verðum við bara sem sam­fé­lag að reyna að láta á þetta reyna.“

Grímuskyldu verður aflétt að frá­töld­um sér­stök­um regl­um á heil­brigðis­stofn­un­um.
Grímu­skyldu verður aflétt að frá­töld­um sér­stök­um regl­um á heil­brigðis­stofn­un­um. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hef­urðu áhyggj­ur af því að bylgj­an eft­ir aflétt­ing­arn­ar um mánaðar­mót­in júní/​júlí end­ur­taki sig?

„Ég held að það sé inn­an marka þess mögu­lega að þetta geti end­ur­tekið sig, ég er ekki per­sónu­lega stressaður yfir því.“

Hann seg­ir að ef horft sé á stöðuna vits­muna­lega séð sé það inn­an marka þess mögu­lega að það komi upp fjöldi nýrra til­fella, þar sem ekki all­ir eru bólu­sett­ir.

„Ég held líka bara að hvert sem að maður fer að þá er fólk búið að kasta fyr­ir róða öll­um verj­um, maður er eig­in­lega bara eins og álf­ur úti á hól ef að maður er með grímu úti í búð. Ég held að við eig­um ennþá að reyna að brýna fyr­ir fólki að það get­ur hugs­an­lega komið holskefla aft­ur, von­andi ekki en við ráðum svo­lítið um það sjálf hvernig við hegðum okk­ur.“

Fólk ætti að fara var­lega

Þér finnst fólk þá ekki vera að huga nógu vel að per­sónu­bundn­um sótt­vörn­um?

„Nei, ég meina það er al­veg sama hvert þú ferð það eru nán­ast all­ir grímu­laus­ir og þannig að fólk er eig­in­lega að hegða sér eins og það sé eng­inn vá.“

Már seg­ist telja að það séu margþætt­ar ástæður fyr­ir því að fólk ætti að fara var­lega en að ein af þeim sé að nú sé tíma­bil árstíðabundnu sýk­inga að ganga í garð.

„Okk­ur tókst mjög vel að draga úr þeim með hrein­læti og grímu­notk­un á sein­astliðnum tveim­ur árum og af hverju skyld­um við ekki vilja gera það áfram, ég bara spyr.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert