Fengu engar upplýsingar frá lögreglu um sektir

Úr vettvangsferð kjörbréfanefndar í Borgarnesi í gær.
Úr vettvangsferð kjörbréfanefndar í Borgarnesi í gær. mbl.is/Theódór Kr. Ólafsson

Birg­ir Ármanns­son, formaður kjör­bréfa­nefnd­ar alþing­is, seg­ir nefnd­ina hafa kallað eft­ir viðbót­ar­upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni á Norður­landi vestra í dag í kjöl­far frétta af sekt­ar­gerð gagn­vart yfir­kjör­stjórn Norðvest­ur­kjör­dæm­is.

„Við höf­um ekki fengið í hend­ur þau sekt­ar­boð sem lög­regl­an hef­ur af­hent kjör­stjórn­ar­mönn­um í yfir­kjör­stjórn en höf­um óskað eft­ir því í dag að fá upp­lýs­ing­ar frá lög­regl­unni til viðbót­ar því sem við feng­um fyr­ir helgi. Þar á meðal um þetta,“ seg­ir Birg­ir í sam­tali við mbl.is.

Birgir Ármannsson formaður kjörbréfanefndar í vettvangsferð á Borgarnesi í gær.
Birg­ir Ármanns­son formaður kjör­bréfa­nefnd­ar í vett­vangs­ferð á Borg­ar­nesi í gær. mbl.is/​Theó­dór Kr. Ólafs­son

Hef­ur ekki bein áhrif

Hann seg­ir fregn­ir dags­ins ekki hafa bein áhrif á rann­sókn kjör­bréfa­nefnd­ar:

„Við erum auðvitað að vinna í því að safna upp­lýs­ing­um um at­vik og aðstæður sem varða taln­ing­una í Borg­ar­nesi og öll gögn og all­ar upp­lýs­ing­ar sem fram koma hjálpa okk­ur til þess að gefa okk­ur skýra heild­ar­mynd af því sem þar fór fram. Gögn frá lög­regl­unni eru mjög hjálp­leg en við erum auðvitað að afla okk­ur annarra gagna líka auk skrif­legra gagna sem varða störf yfir­kjör­stjórn­ar, taln­ingu og þess hátt­ar.“

Birg­ir seg­ir all­ar upp­lýs­ing­ar varða við kjör­bréfa­nefnd­ina þó áhersl­ur henn­ar kunni að vera frá­brugðnar áhersl­um lög­regl­unn­ar: „Við erum auðvitað að skoða málið frá breiðara sjón­ar­horni og þurf­um líka að afla annarra upp­lýs­inga.“

Nefnd­in var á fundi í morg­un þegar frétt­irn­ar af sekt­ar­boðinu bár­ust og þá ákvað hún að óska eft­ir viðbót­ar­upp­lýs­ing­um frá lög­regl­unni af því til­efni.

Birg­ir vildi ekki tjá sig um áhrif þessa máls á rann­sókn nefnd­ar­inn­ar:

„Við erum að viða að okk­ur gögn­um og þegar við höf­um náð að safna því sam­an sem við telj­um að þurfi til þess að varpa nægi­lega skýru ljósi á aðstæður og at­vik þá för­um við í það mat sem okk­ur er falið að und­ir­búa fyr­ir kjör­bréfa­nefnd þings­ins og þingið í heild. Þá vinn­um við á grund­velli kosn­ingalaga og laga um þingsköp alþing­is.“

Af fyrsta fundi undirbúningsnefndar kjörbréfanefndar.
Af fyrsta fundi und­ir­bún­ings­nefnd­ar kjör­bréfa­nefnd­ar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hafa þegar birt gögn og munu birta fleiri

Karl Gauti Hjalta­son krafðist þess að kjör­bréfa­nefnd myndi birta öll gögn sem hún hefði til rann­sókn­ar en Birg­ir seg­ir það vera á áætl­un hjá nefnd­inni:

„Við höf­um birt gögn á vefsíðu Alþing­is, þar á meðal þau svör sem lög­regl­an sendi fyr­ir helgi og svör yfir­kjör­stjórna við fyr­ir­spurn­um okk­ar. Það stend­ur til af okk­ar hálfu að birta öll gögn sem við höf­um fengið í hend­ur um þetta mál sem eru ekki bund­in sér­stök­um trúnaði.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert