Mikil örtröð hefur skapast á Vesturlandsvegi vegna framkvæmda og umferðaróhapps.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er um að ræða fjögurra eða fimm bíla árekstur á framkvæmdasvæðinu og slasaðist enginn alvarlega. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu staðfesti að tveir hefðu verið fluttir af vettvangi með minniháttar meiðsli.
Fyrr í dag hafði akreinum á Vesturlandsvegi til vesturs verið lokað og hjáleiðir settar upp en verið er að fræsa ramp milli Víkurvegar og Vesturlandsvegar. Voru því miklar tafir á umferð áður en slysið varð.
Vesturlandsvegur: Miðvikudaginn 20.10 er stefnt á að fræsa ramp á milli Víkurvegar og Vesturlandsvegar. Báðum akreinum verður lokað meðan á framkvæmdum stendur og hjáleiðir verða settar upp. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 12:00 til 16:00. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) October 20, 2021