Þórólfur ómyrkur í máli í nýjum upplýsingadálki

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ómyrkur í máli í sinni fyrstu …
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ómyrkur í máli í sinni fyrstu færslu á covid.is, sem birtist í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýj­um upp­lýs­inga­dálki hef­ur verið bætt við á covid.is, sem ber heitið „Frá sótt­varna­lækni“, en þar mun Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir fara yfir stöðuna flesta virka daga vik­unn­ar, til þess að halda al­menn­ingi og fjöl­miðlum upp­lýst­um, líkt og kom­ist er að orði í til­kynn­ingu frá sam­skipta­full­trúa al­manna­varna­deild­ar.

Sótt­varna­lækn­ir er ómyrk­ur í máli í fyrstu færsl­unni, sem birt­ist í dag. Kem­ur þar fram að fyllsta ástæða sé til að hafa áhyggj­ur af nú­ver­andi þróun Covid-19 á Íslandi, en með vax­andi aflétt­ingu tak­mark­ana hafi dreif­ing smits auk­ist.

2% smitaðra lagst inn á sjúkra­hús

11 ein­stak­ling­ar liggja nú á spít­ala með Covid-19 og einn á gjör­gæslu­deild en síðustu vik­ur og mánuði hafa um 2% þeirra sem grein­ast lagst inn á sjúkra­hús, 0,4% lagst inn á gjör­gæslu­deild og um 0,2% þurft aðstoð önd­un­ar­véla en um helm­ing­ur smitaðra var full­bólu­sett­ur.

„Þó að út­breidd bólu­setn­ing komi í veg fyr­ir smit og einkum al­var­leg veik­indi þá virðist hún ekki duga til að stöðva þá bylgju sem nú er í gangi né held­ur að koma í veg fyr­ir inn­lagn­ir al­var­legra veikra,“ seg­ir í færslu Þórólfs, en þó hef­ur sýnt sig að bólu­setn­ing veit­ir al­mennt vörn gegn al­var­leg­um veik­ind­um.

Inn­lagn­ir komi einnig niður á ann­ari þjón­ustu

End­ar færsl­an á þess­um orðum: „Rétt er að hvetja alla til að huga vel að ein­stak­lings­bundn­um sótt­vörn­um svo síður þurfi að koma til op­in­berra tak­mark­ana á um­gengni fólks. Mun­um að marg­ar inn­lagn­ir á sjúkra­hús koma ekki ein­ung­is niður á umönn­un þeirra sem veikst hafa al­var­lega af COVID-19 held­ur einnig ann­arri mik­il­vægri þjón­ustu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert