84 smit greindust innanlands – 35 í sóttkví

Sýnataka vegna kórónuveirunnar.
Sýnataka vegna kórónuveirunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls greind­ust 84 kór­ónu­veiru­smit inn­an­lands í gær, þar af voru 35 í sótt­kví við grein­ingu. Þetta kem­ur fram á Covid.is. 13 eru núna á sjúkra­húsi vegna veirunn­ar, þar af einn á gjör­gæslu. 

Sex virk smit greind­ust á landa­mær­un­um. 

797 eru núna í ein­angr­un, sem er fjölg­un um 20 frá því í gær. 1.874 eru í sótt­kví.

Tek­in voru 3.478 sýni, þar af 1.479 hjá fólki með ein­kenni. 

561 er í ein­angr­un á höfuðborg­ar­svæðinu sem eru 27 fleiri en í gær. Á Suður­landi eru 58 í ein­angr­un og 57 á Suður­nesj­um. Á Norður­landi eystra eru 46 í ein­angr­un, sem eru 8 færri en í gær, og á Vest­ur­landi eru 42 í ein­angr­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert