Vínbúðinni í Austurstræti lokað?

Húsnæðið í Austurstræti er sagt vera óhentugt fyrir starfsemi ÁTVR.
Húsnæðið í Austurstræti er sagt vera óhentugt fyrir starfsemi ÁTVR. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Til skoðunar er hjá ÁTVR að loka vín­búðinni í Aust­ur­stræti. Fyr­ir­tækið leit­ar nú að hús­næði fyr­ir vín­búð á sama svæði. Vín­búðin í Aust­ur­stræti er sú af stærri vín­búðum ÁTVR þar sem minnst er selt af áfengi á ári hverju.

Á laug­ar­dag­inn birt­ist aug­lýs­ing í Morg­un­blaðinu þar sem Rík­is­kaup fyr­ir hönd Áfeng­is- og tób­aksversl­un­ar rík­is­ins óskaði eft­ir að taka á leigu 400-600 fer­metra hús­næði fyr­ir vín­búð i Reykja­vík.

Tekið var fram í aug­lýs­ing­unni að leitað væri að hús­næði sem af­markaðist af Snorra­braut, Hverf­is­götu, Tryggvagötu, Geirs­götu og til sjáv­ar í norður.

Óhent­ugt hús­næði

„Ástæðan er sú að við erum að skoða með hús­næði sem kæmi vænt­an­lega í staðinn fyr­ir Vín­búðina í Aust­ur­stræti,“ seg­ir Sigrún Ósk Sig­urðardótt­ir aðstoðarfor­stjóri ÁTVR í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins.

Hús­næðið í Aust­ur­stræti sé frek­ar óhag­stætt á tveim­ur hæðum, þar sem lag­er­inn er á neðri hæðinni. Einnig sé mjög þröngt með all­an flutn­ing til og frá Vín­búðinni. „Við mun­um meta stöðuna þegar við sjá­um hvort við fáum til­boð í annað hús­næði,“ seg­ir Sigrún.

Í aug­lýs­ingu Rík­is­kaupa er sér­stak­lega tekið fram að góð aðkoma að hús­næðinu verði fyr­ir viðskipta­vini og næg bíla­stæði. Æskilegt sé að sér­merkja megi um 20 stæði vín­búðinni. Við vín­búðina í Aust­ur­stræti eru sára­fá bíla­stæði og þau oft­ast upp­tek­in. Leigu­tími hús­næðis­ins verði allt að 10 ár.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert